Myndin er tekin á tröppunum við Glaumbæ. Fremst standa frú Dóra Þórhallsdóttir (með blómvönd) og Ásgeir Ásgeirsson forseti við hlið hennar.
Fyrir aftan forsetann er Júlíus Havsteen sýslumaður. Honum við hlið er Hólmfríður Árnadóttir (Fríða í Búðinni)
og á ská fyrir aftan hana er eiginmaður hennar, Einar B. Jónsson hreppstjóri.
Í þriðju efstu röð til hægri eru hjónin Leifur Eiríksson og Lúðvíka Lund.
Efst til hægri er Jón Einarsson, sonur Fríðu og Einars og efst til vinstri er Pétur Oddgeirsson.
Á myndinni eru einnig (og aðrir verða að skrifa hvar þeir eru):
Jónas Finnboga, Friðgeir Steingrímsson, Hólmsteinn Helgason, Jón Árnason, Sída og Óli,
sr. Ingimar og Sigríður kona hans (hún í annarri röð að neðan lengst til hægri og Ingimar á ská til vinstri við hana),
Anna í Hlíð, Helgi Ólafsson og Guðmundur Eiríksson.
Sjálfsagt eru einhverjir úr fylgdarliði forsetahjónannna og einhverjir sem ekki hafa verið taldir upp.